Fornafn: 
Gunnsteinn Ólafsson

Gunnsteinn Ólafsson (f. 1962) stundaði framhaldsnám í tónsmíðum og hljómsveitarstjórn við Franz Liszt-tónlistarakademíuna í Búdapest og við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi. Árið 1994 vann hann önnur verðlaun í keppni ungra norrænna hljómsveitarstjóra. Gunnsteinn er stjórnandi Háskólakórsins og Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins og hefur auk þess stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput-hópnum, óperusýningum í Þjóðleikhúsinu og hjá Íslensku óperunni. Þá hefur hann frumflutt hér landi nokkur helstu verk Monteverdis og Purcells. Ævintýraópera Gunnsteins og Böðvars Guðmundssonar, Baldursbrá, var sýnd í Hörpu fyrir fáeinum árum. Gunnsteinn kennir hljómsveitarstjórn, kórstjórn og tónfræðagreinar við LHÍ og Menntaskóla í tónlist. Hann er listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði og formaður Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar.

 

 

Deild á starfsmannasíðu: