Fornafn: 
Egill Ingibergsson

 

Egill Ingibergsson leikmynda- og ljósahöfundur hefur verið tæknistjóri leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands um árabil, þar sem hann hefur tekið þátt í sköpunarvinnu flestra sýninga Nemendaleikhússins. Egill hefur lýst yfir sextíu atvinnuleiksýningar og er höfundur leikmynda fyrir hátt á annan tug leiksýninga hjá hinum ýmsu leikhúsum og hópum. Hann hefur einnig fengist við búningahönnun, hljóð- og myndbandavinnslu fyrir fjölmargar sýningar auk þess sem hann hefur unnið fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Þá er hann hagur á tré og járn og hefur smíðað ófáar leikmyndir.

Egill hlaut Grímuverðlaunin fyrir lýsingu í Meistarinn og Margaríta hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu og tilnefningu til Grímunnar fyrir lýsingu í Forðist okkur. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í félagsstörfum, m.a. sem formaður Félags leikmynda- og búningahöfunda, stjórnarmaður í Bandalagi íslenskra listamanna, Myndstefi og fleiri félögum.

Nokkrar eftirminnilegar sýningar
Rocky Horror, Leikfélag Menntask. v/Hamrahlíð ´91
Trúðar, Nemendaleikhúsið ´94
Í djúpi daganna, Íslenska leikhúsið ´95
Að eilífu, Nemendaleikhúsið og Hafnarfjarðarleikhúsið ´97
Draumsólir vekja mig, Íslenska leikhúsið ´97
Krákuhöllin, Nemendaleikhúsið v´99
Júlíus, Íslenska leikhúsið/Hafnarfjarðarleikhúsið v´00
Fröken Júlía, Einleikhúsið s/01
Tattú, Nemendaleikhúsið v/03
Plómur, Íslenska sambandið v/03
Meistarinn og Margaríta, Hafnarfjarðarleikhúsið v/04
80 ára afmælissýn. Félags Íslenskra Gullsmiða, Gerðasafn okt/04
Spítalaskipið, Nemendaleikhúsið v/05
Forðist okkur, Nemendaleikhúsið sept/05
Footloose, 3 sagas entertainment, jun06
Grettir, Leikfélag Reykjavíkur apr07
Deadhead's lament, Nemendaleikhúsið dans, maí09
Súldarsker, Soðið svið, jan11

Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: