Fornafn: 
Hildur Bjarnadóttir

Viðfangsefni Hildar í myndlistinni eru heimkynni, vistfræði, staður og samlífi með dýrum og plöntum á litlum jarðskika í Flóahrepp þar sem hún býr og starfar. Plönturnar á jarðskikanum gegna hlutverki upptökutækis sem tekur inn upplýsingar frá þeim vistfræðilegu og samfélagslegu kerfum sem plönturnar tilheyra í gegnum andrúmsloftið og jarðveginn. Hildur gerir þessar upplýsingar sýnilegar með því að vinna liti úr plöntunum sem hún notar til að lita ullarþráð og silkiefni til þess að búa til ofin málverk og innsetningar úr silki. Verk hennar draga fram margvíslegar upplýsingar, upplifanir, sjónarhorn og einkenni staðarins, þau eru sjálfstæð og huglæg kerfi sem varpa ljósi á margbrotið net samlífis og heimkynna.

Hildur Bjarnadóttir býr og starfar í Reykjavík og í Flóahrepp. Hún lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1992 og útskrifaðist árið 1997 með MFA próf frá Nýlistadeild Pratt Institute í Brooklyn, New York. Árið 2009 lauk hún diplómanámi í kennslufræði við Listaháskóla Íslands. Haustið 2013 hóf hún doktors nám í myndlist við Listaháskólann í Bergen sem hún lauk í byrjun árs 2017.  Hildur hefur haldið fjölda einkasýninga víða um heim, þar má nefna; 2017; Cohabitation í Trondelag Senter for Samtidskunst í Trondheim í Noregi, 2016; Vistkerfi Lita í Vestursal Kjarvalsstaða, 2015; Colors of belonging í Bergen Kjøtt í Noregi,  2014; Subjective systems í Kunstnerforbundet í Oslo og Kortlanging lands í Hverfisgallerí og 2013; Flóra Illgresis í Hallgrímskirkju.

Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: