Fornafn: 
Páll Ragnar Pálsson

Páll Ragnar Pálsson (f. 1977) lauk doktorsnámi í tónsmíðum frá Eistnesku tónlistarakademíunni í Tallinn árið 2014 en áður hafði hann numið við Listaháskóla Íslands, auk þess sem hann lék um árabil með rokkhljómsveitinni Maus þangað sem að vissu leyti má rekja hugmyndir hans um hljóð. Í tónsmíðum sínum sækir Páll í austur-evrópska tónsmíðahefð og verkum hans má lýsa sem organísku línulaga umbreytingaferli með sterkum andlegum undirtón. Á fjölbreyttum verkalista hans eru kammerverk, kórtónlist og hljómsveitarverk auk útsetninga fyrir hljómsveit. Fiðlukonsert Páls Nostalgia hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2013 og samnefnd plata kom út sumarið 2017 hjá Smekkleysu. Páll Ragnar hlaut aðalverðlaun fyrir sellókonsertinn Quake á alþjóðlega tónskáldaþinginu International Rostrum of Composers sem haldið var í Búdapest í maí 2018. Páll Ragnar er í stjórn Tónskáldafélags Íslands og er aðjúnkt í tónsmíðum og fræðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

 

Deild á starfsmannasíðu: