Í byrjun 21. aldarinnar hafa orðið miklar breytingar á félagslegu og efnahagslegu skipulagi samfélaga sem að miklu leyti byggja á tækniframförum. Samt sem áður, andstætt framúrstefnum fyrri hluta 20. aldarinnar, er á 21. öldinni ekki að finna sömu tilhneiginu til yfirlýsingargleði um byltingarkenndar hreyfingar innan listarinnar. Það eru þó nokkrar listrænar tilhneigingar sem hafa verið settar fram sem fagufræðilegar hreyfingar 21. aldarinnar, þar á meðal Post-digital fagurfræði sem tekst á við útbreiðslu stafrænnar menningar og hvernig hún hefur haft áhrif á framleiðslu og skilning á myndverkum, jafnvel þeirra myndlistarmanna sem tengja verk sín ekki beint við tækniáhrif samtímans. Til að takast á við breytt skilyrði til sköpunar, munum við velta fyrir okkur post-digital fagurfræði og bera hana saman við og setja í samhengi við Post-internet myndlist og „New Aesthetics“. Við munum einnig bera stefnuyfirlýsingar á borð við „Accelerationist Manifesto” og „Cyberspace Manifesto” saman við hefbundnari framúrstefnuyfirlýsingar Fútúrismans. Þetta mun nýtast nemendum í að móta gagnrýnið viðhorf gagnvart mögulegri samfellu innan hefða framúrstefnu og margbreytileika þess að takast á við fagufræðilega þróun á 21. öldinni.

Námskeiðið byggir á lesefni, umræðum og skilum á lokaverkefnið. Námskeið hefur verið kennt innan myndlistardeildar og hentar öllum sem hafa áhuga á samtímamenningu og forsögu stafrænnar menningar.

 

Hæfniviðmið: Í lok námskeiðs eiga nemendur að:

  • hafa kynnst eða dýpkað skilning sinn á helstu fræðihugtökum sem tengjast framþróun stafrænnar tækni í samhengi lista
  • geta tekið gagnrýna og rökstudda afstöðu til þess margbreytileika sem felst í skilgreiningum á listrænum stefnum samtímans með hliðsjón af samþættingu tækin og samfélags
  • hafa myndað sér rökstudda skoðun á (innbyrðis) tengslum á milli fagufræði, samfélagsviðmiða og tækni,
  • geta mótað vel rökstudda skoðun á fræðihugtökum sem rædd eru í námskeiðinu, geta beitt hugleiðingum sínum við gerð listaverka  og/eða í textaskrifum

 

Kennari: Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar

Deild: Myndlistardeild

 

Kennslutímabil: 2.– 23. júní 

Kennsludagar: Mánudagar, miðvikudagar, föstudagar  

Tímasetning: kl. 16:00-18:10

Staðsetning: Þverholt, fyrirlestrarsalur B

Kennslustig: Bakkalár

Forkröfur: Stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Fyrir hverja er námskeiðið: Fyrir alla sem hafa áhuga á fagurfræði stafrænnar menningar, skapandi fólk og listafólk.

Einingar: 4 ECTS. Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Ef námskeiðið er tekið til ECTS eininga, þá er þarf nemandi að hafa lokið stúdentsprófi. 

Námsmat: Verkefnaskil og þátttaka í tímum.

 

Verð: Hvert sumarnámskeið kostar 3.000 kr. alls. Vinsamlegast athugið að námskeiðsgjald er ekki endurgreitt nema námskeið falli niður.
Nánari upplýsingar: sumarnam [at] lhi.is, Karólína Stefánsdóttir og Björg Stefánsdóttir

Vegna COVID-19 getur fyrirkomulag kennslu breyst með skömmum fyrirvara. 

Vinsamlegast athugið að öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um lágmarksþátttöku
 

 

 

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Um sumarnám 2021
Upplýsingar um námskeið

FYRIRSPURNIR
sumarnam [at] lhi.is