Haltu í egóið; allt er nýtt

Í þessum skrifuðu orðum er ég í fleiri þúsund dollara/milljón króna skuld. Meðan þú lest þetta sekk ég líkast til enn dýpra í skuldafenið. Höfuð undir vatni, andandi fjárhagslega gegnum pípu.
 
„Oh why must I feel this way? Hey, must be the money!“ (Nelly, Ride Wit Me)
 
Eitt af þeim fáu orðum sem ég get borið fram á lýtalausri íslensku er gull (/ˈɡʌl/). Ég bar það endurtekið fram á meðan MA-náminu mínu stóð. Kaldhæðnin felst í því að það er ekki vegna þess að orðið felur í sér merkingu auðs sem mér hefur tekist að negla framburð tvíhljóðsins með a.m.k. 90% nákvæmni. Í raun er því þveröfugt farið, Gull var ódýrasti bjórinn sem ég hafði efni á og gat pantað. 
 
Áfengi getur virkað sem tæki til að tengja fólk saman; það getur greitt fyrir samskiptum og verið sefandi. Tíminn öðlast annan takt í gegnum áfengisvímuna. Þá verður til annar tími á sama tíma, sem maður upplifir í annarri tíð. Áfengi er úrræði, meðal annars, til að taka þátt í samfélagi. Ræða list, skála, spjalla. Þetta er hál braut að feta. 
 
„Theory provides a ground for strategy which then takes the form of tactics. This sentence integrates the idea of dynamics. There is momentum at work, a specific form of development
with an origin and an end point.“
(Rousseau Grégoire, Geometry of a Paper Tiger, 184) 
 
[„Kenning veitir grundvöll fyrir stefnu sem síðan tekur á sig form úrræða. Þessi setning samþættir hugmyndina um hreyfifræði. Það er skriðþungi að verki, sérstakt form af þróun með upphafs- og endapunkti.“]
 
Ég hef hvorki áhuga á upphafs- eða endapunktinum, heldur frekar skriðþunganum. Kraftinum þarna inni á milli.
 
Paul Virilio lítur á slys sem afhjúpun eðli hlutarins. Slys fara eftir stað og stund. Verkefnið í þessu námi var að temja slysið úr ótryggu umhverfi þess til að (mis)nota kraft þess og stilla því upp í fáránlega ósamræmanlegum aðstæðum. Þannig má nýta áruna sem myndbyggingin gefur af sér til að koma af stað röklausri leið til túlkunar. Frá samklippi til samsetningar hafa verk mín orðið að óbeinum aðstæðum sem eru virkjaðar sem gáttir þar sem ég stilli upp og raða niður táknum. 
 
Ég legg mig fram um að hlutgera samspil óáþreifanlegra og yfirséðra eiginleika tiltekins umhverfis; könnun á óleystum jöfnum tákna og tilfinninga sem fljóta í limbói. Markmiðið er að setja saman ramma fyrir lagskiptingu túlkunar, draga fram í ljósið margræðnina milli þess augljósa og óminnis. Það er pendúlssveifla milli stefa vonar/vonleysis, merkingar/merkingarleysis og hins háleita/venjulega sem kallar fram heilaleikfimi þar sem tákn smám saman afhjúpa sig sem hluta af viðmiðinu. Hins vegar, reynast þau óljós þar sem of margir þessara sporbauga stangast á þannig að áhorfandi er í stöðugu tvísýnu ástandi og treystir á íhugun og andrúmsloft sem akkeri.
 
 „Reasoning by ‘loose association’ signals a dysfunction in the reign of rationality. It is the sign of a thinking that, falling under the mass of information, would take a turn and leave the road of classic dialectics, characteristic of thinking that progresses from level to level towards an ultimate and synthesised aim. [...] Two versions, one optimistic and the other pessimistic, of the mind’s ability to invent its own ways of knowledge.“ (Gander Ryan, Loose Associations, 13) 
 
[„Rökleiðsla með „lauslegum hugrenningatengslum“ er tákn um starfsröskun í ríki skynseminnar. Það er merki um hugsun sem, heyrandi undir massa upplýsinga, gæti snúist og vikið af leið frá klassískri þráttarhyggju, sem er einkennandi fyrir hugsun sem vindur fram stig fram af stigi í átt að endanlegu og samsettu markmiði [...] Tvær útgáfur, önnur bjartsýn en hin svartsýn, af getu hugans til að skapa sínar eigin leiðir að þekkingu.“]