Þórunn María lærði fatahönnun, sniðagerð og síðar búninga og leikmyndahönnun í París og Antwerpen þar sem hún starfaði bæði í tísku og leikhúsheiminum í 12 ár. Hér heima hefur hún hannað fyrir leikhús og kvikmyndir og hlotið Grímu tilnefningar og Eddu verðlaun fyrir störf sín. Hún lauk M.A. gráðu í listkennslu frá LHÍ 2016 og hefur jafnan starfað við kennslu samhliða hönnun m.a. við Myndlistaskólann í Reykjavík þar sem hún situr nú í stjórn. Þórunn María hefur verið stundakennari við LHÍ frá 2013.