Skip to main content
  • EN
  • IS

HVERNIG SÆKI ÉG UM NÁM?

Search

Sláðu inn leitarorð

Loka leit

Sigurður Flosason

Sigurður Flosason 's picture
Sigurður Flosason
Staða: 
Prófessor og fagstjóri rytmískrar söng- og hljóðfærakennslu
Deild: 
Tónlistardeild

Sigurður Flosason (1964) lauk einleikarprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983. Hann lauk Bachelors- og Mastersprófum frá Indiana University í Bandaríkjunum bæði í klassískum saxófónleik og jazzfræðum. Aðalkennarar hans voru Eugene Rousseau og David Baker. Einkanám hjá hjá George Coleman í New York 1988-9.

Sigurður hefur um árabil verið í hópi atkvæðamestu jazztónlistarmanna Íslands.

Geisladiskar hans, um 30 talsins, spanna vítt tónlistarlegt svið. Hann hefur sent frá sér diska í eigin nafni þar sem fengist er við jazztónlist, ýmist frumsamda eða sígræn jazzlög. Þá hefur hann í samvinnu við Gunnar Gunnarsson organista gefið út fjóra geisladiska með kirkjulegum spuna og íslenskum ættjarðarlögum. Sigurður hefur einnig tekið þátt í framsæknum tilraunum s.s. í dúóverkefnum með Jóel Pálssyni, Pétri Grétarssyni og Sólrúnu Bragadóttur. Þá hefur hann hljóðritað sem spinnandi einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Norrbotten stórsveitinni í Svíþjóð, Módettukór Hallgrímskirkju og kammerkórnum Hymnódíu. Sigurður hefur leikið inn á fjölmargar plötur annarra listamanna í ýmsum stílum. Sem tónskáld herur hann einnig sent frá sér umtalsvert magn sálma fyrir blandaðan kór í samvinnu við ljóðskáldið Aðalstein Ásberg Sigurðsson.

Sigurður hefur unnið mikið að framgangi jazztónlistar á Íslandi, meðal annars með skipulagningu tónleikaraða og hátíða svo sem KexJazz, Sumarjazz á Jómfrúnni, Jazzhátíð Garðabæjar og Jazz undir fjöllum. Hann var um árabil í stjórn RúRek jazzhátíðarinnar, forvera jazzhátíðar Reykjavíkur og hefur einnig setið í stjórnum FTT (Félags tónskálda og textahöfunda) og STEFs um langt árabil. Þá starfaði hann um tíu ára skeið sem ritstjóri að gerð námskráa í tónlist fyrir menntamálaráðuneytið. Sigurður hefur lengi verið stjórnarformaður og oft stjórnandi Stórsveitar Reykjavíkur. Hann er einnig stofnmeðlimur Íslenska saxófónkvartettsins en kvartettinn hefur meðal annars frumflutt talsvert af nýrri íslenskri tónlist.

Sigurður hefur leikið mikið erlendis, bæði í eigin verkefnum og fjölþjóðlegum samvinnuverkenfum. Hann hefur komið fram í Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Kína og Tælandi auk marga Evrópulanda. Mest hefur hann þó starfað í Svíþjóð og Danmörku en fimm af plötum hans hafa komið út hjá Storyville útgáfunni í Kaupmannahöfn.

Sigurður hefur átta sinnum hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og tvisvar verið tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, árin 2000 og 2003. Hann var útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar 2005 og hlaut tilnefningu til dönsku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu sína með dönsku söngkonunni Cathrine Legardh árið 2011. Hann hlaut einnig, ásamt Gunnari Gunnarssyni, tilnefningu til tónlistarverðlauna DV árið 2001. Sigurður hlaut fyrstu verðlaun í bandarísku Hoagy Carmichael tónsmíðasamkeppninni 1987 og kvartett hans komst í úrslit í Europe Jazzkontest 1991.

 

Sigurður hefur verið atkvæðamikill í íslenskri tónlistarmenntun, einkum á sviði rytmískrar tónlistar. Hann var aðstoðarskólastjóri og yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla FÍH á árunum 1989-2017. Aðstoðarskólameistari og yfirmaður rytmískrar deilar MÍT (Mennatskóla í tónlist) frá 2017 og fagstjóri rytmískrar kennaramenntunar í Listaháskóla Íslands frá 2018.

  • Um Listaháskólann
    • Félög, nefndir og ráð
    • Gæðastarf
    • Laus störf
    • Lög og reglur
    • Merki LHÍ
    • Skrifstofur
    • Skipulagsskrá
    • Háskóladagatal
    • Stjórn
    • Hollnemafélag LHÍ
    • Opni Listaháskólinn
  • Námið
    • Húsnæði og aðstaða
    • Handbók nemenda
    • Námsleiðir
    • Námsráðgjöf
    • Nemendur
    • Umsóknir
    • Verkstæði
    • Skólagjöld
    • Tölvu- og vefþjónusta
  • Alþjóðasvið
    • Alþjóðastefna
    • Skiptinám
    • Starfsnám
    • Kennara- og starfsmannaskipti
    • Samstarfsskólar
    • Alþjóðleg samstarfsverkefni
    • Styttri námsdvalir
  • Rannsóknir
    • Stefna
    • Afrakstur rannsókna
    • Rannsóknaleyfi
    • Rannsóknaþjónusta
    • Hugarflug
    • INTENT
    • Sjóðir og styrkir
  • Bókasafn
    • Gagnasöfn og tímarit
    • Heimildavinna
    • Fræðsla og þjónusta
    • Um bókasafnið
    • Halldór Hansen
  • Short- term mobility

Aðalskrifstofa · Þverholti 11, 5. hæð · 105 Reykjavík · +354 545 2200 · lhi [at] lhi.is

MYNDLISTARDEILD

Laugarnesvegi 91

105 Reykjavík

S. 545 2240

TÓNLISTARDEILD

Skipholti 31

105  Reykjavík

s. 545 2260

HÖNNUN & ARKITEKTÚR

Þverholti 11

105 Reykjavík

s. 545 2200

SVIÐSLISTADEILD

Laugarnesvegi 91
105 Reykjavík

s. 545 2240

LISTKENNSLUDEILD

Laugarnesvegur 91

105 Reykjavík

S. 545 2240

X
  • Arkitektúrdeild
    • BA arkitektúr
    • MArch arkitektúr
    • Um deildina
  • Hönnunardeild
    • BA fatahönnun
    • BA grafísk hönnun
    • BA vöruhönnun
    • MA hönnun
    • Um deildina
  • KVIKMYNDALIST
    • BA kvikmyndagerð
  • Sviðslistir
    • BA Samtímadans - alþjóðleg námsleið
    • BA Leikaranám
    • BA Sviðshöfundanám
    • Meistaranám í sviðslistum
    • Um deildina
  • Listkennsla
    • MA / M.Art.Ed. listkennslufræði
    • MA / M.Ed. kennslufræði
    • Diplóma í listkennslufræðum
    • Listir og velferð
    • Meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu
    • Diplómanám í kennslufræðum
    • Símenntun kennara í námsleyfi
    • Um deildina
    • Rannsóknir
    • Umsóknar- og inntökuferli
  • Myndlist
    • BA myndlist
    • MA myndlist
    • MA sýningagerð
    • Um deildina
  • Tónlist
    • Hljóðfæraleikur
    • Söngur
    • Klassísk söng- og hljóðfærakennsla
    • Rytmísk söng- og hljóðfærakennsla
    • Kirkjutónlist
    • Skapandi tónlistarmiðlun
    • Tónsmíðar
    • Meistaranám í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP)
    • Meistaranám í tónsmíðum
    • Um deildina
    • Verkefni uppbyggingarsjóðs EES
    • Músíkmínútur
  • Other links
    • NÁMSRÁÐGJÖF
    • NEMENDAFÉLÖG
    • ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF
    • BÓKASAFN
    • STARFSFÓLK
    • NÁMSLEIÐIR
    • UGLA
    • CANVAS
    • OPNI LHÍ
    • ÚTSKRIFTARVERK
    • UM SKÓLANN
    • RANNSÓKNIR
    • VEFPÓSTUR
    • facebook
    • instagram