Sláðu inn leitarorð
Ósk Jóhannesdóttir
Njóttu þess að hlakka til
Oftast upplifi ég verk mín ekki heil nema fleiri en einn miðill tali saman. Hver miðill er stakt orð sem myndar setningu í myndmáli mínu.
Samtíminn er viðfangsefnið.
Nafnhyggja fyllir mig af lofti.
Dulhyggja lætur mig springa.
Neysluvörur breytast í huglægar ímyndir um hamingju.
Allt hannað með gallalausri nákvæmni í fullkomnu samræmi.
Náttúran speglast í depurð minni.
Litirnir CMYK fylla mig fortíðarþrá og heilagleika.
Eplið fullt af vitneskju fellur frá huglægri paradís.
Vitneskjan er þung