Sláðu inn leitarorð
Ósk Gunnlaugsdóttir
Sængurkonusteinn
Vistarband, lögbundinn þrældómur í yfir fjórar aldir. 404 ár. Ef þú áttir ekki þrjú kýrgildi máttir þú ekki vera annað en þræll. Þú barst skyldur gagnvart húsbónda þínum en hann engar gagnvart þér. Smánuð og útskúfuð, rekin á vergang, þunguð. Förukona komin að barnsburði leitar ásjár, vísað frá. Synjað um hæli. Köld og hrakin kiknar undan oki hríðarinnar. Leitar skjóls undir steini, sveipar barn þitt öllum þínum dulum. Kannski stendur eitthvað eftir. Sindrandi titrandi viðkvæmt líf tilbúið að taka næsta hring í lögbundinni ánauðinni.