Á skólaárinu  2019 - 2020 er boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða.
 
Hægt er að fylgjast með Opna listaháskólanum á Facebook
 
 
Námskeiðsyfirlit eftir deildum

Hönnunar- og arkitektúrdeild

Haustönn 2019
 

Listkennsludeild

Myndlistardeild

Haustönn 2019
Módernismi í myndlist
Íslensk myndlist fyrri tíma
Þátttöku og venslalist
Hrekkur, brestur og flónska
 

Tónlistardeild

Haustönn 2019
 
 

Sviðslistadeild 

Haustönn 2019
Femínisk svið - Yfirlýsingar & efndir
 
 
Í Opna listaháskólanum getur fólk sótt námskeið sem kennd eru í öllum deildum Listaháskóla Íslands.
 
Námskeiðum og umsóknareyðublöðum er skipt niður eftir deildum. Ef námskeiðið tilheyrir t.d. listkennsludeild þarf að opna umsóknareyðublað merkt listkennsludeild og haka við það námskeið sem sótt er um.
 
Tíma- og dagsetningar allra námskeiða eru birtar með fyrirvara um breytingar og að lágmarksþáttaka náist í námskeiðin. 
 
Umsókn
Námskeiðin eru á BA og MA stigi og er fagleg stjórnun þeirra í höndum deilda Listaháskóla Íslands. Þau er hægt að taka bæði með eða án eininga.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði.
 

Leiðarljós Opna Listaháskólans

Opni listaháskólinn er gátt Listaháskólans út í samfélagið þar sem þekking og reynsla fær að streyma óhindrað í báðar áttir. Markmið hans er meðal annars að glæða áhuga almennings á listum og veita sem breiðustum hópi fólks aðgang að þeirri sérþekkingu og aðstöðu sem Listaháskóli Íslands býr yfir. 
 
Með tilkomu Opna listaháskólans stóraukast einnig möguleikar starfandi listafólks, kennara og hönnuða til símenntunar, starfsþróunar og tengslamyndunar.
 
opnilhi_svart_gratt01.png