Landslagið á staðnum einkennist af miklum og heillandi andstæðum þar sem að lónið, ísinn og svarti sandurinn skipa aðalhlutverkin. Inngripið á staðnum byggir á þessum staðreyndum og líkt og ísinn sem flýtur í lóninu eru mannvirkin hulin að hluta til í sandinum, 90/10. Form mannvirkjanna beina sjónum gesta að ákveðnum þáttum í umhverfinu og ýta undir skilning þeirra á þessari náttúruperlu. Starfsemin á staðnum er þríþætt, fræðslumiðstöð sem hallar sér í átt að lóninu, bátaskýli og salernisaðstaða og upplifunarbryggja sem teygir sig út í sjó. Við bryggjuna gefst gestum tækifæri til þess að taka þátt í ferðalagi ísjakanna. Tillagan byggir á þeirri starfsemi sem fyrir er, en aukið er við hana til þess að auðga upplifun gesta.
b-min.jpg
c-min.jpg
d-min.jpg
e-min.jpg