...og þú
Auður Mist Halldórsdóttir

Leiðsögn:
Finndu þér förunaut.
Saman, skulið þið ganga inn.
Hér mun ekkert ganga á.
Farið að handan.
Leggist hægt niður,
sameinist í handabandi
og njótið,
hvors annars.

Facebookviðburður

poster_audur_mist_halldorsd.jpg

Auður Mist Halldórsdóttir

Auður Mist er 21 árs listnemi á 3. ári í BA myndlist við LHÍ. Hún er hress og kát og stundum smá skrýtin. Vinnur hún oftast við vídjómiðla, textíl og innsetningar og reynir að vinna úr tilfinningum sem herja á hana að hverju sinni.