Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem áhuga á að tileinka sér notkun stafrænna miðla í kennslu. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Í námskeiðinu er leitast við að kanna möguleika stafrænna miðla í kennslu. Nemendur útbúa vefsíður þar sem þeir setja upp sinn eigin kennsluvettvang með sínum eigin verkefnum. Auk allra hefðbundinna upplýsinga sem þar á að koma fram verður vefsíðan vettvangur sýnikennslu, jafningjamats, gagnvirkra samskipta í rauntíma, umræðna, skoðanakannana og prófa svo dæmi séu nefnd. Lögð er áhersla á að allt kennsluefni sem þeir útbúa sé sem áhugaverðast matreitt til að vekja áhuga framtíðarnemenda þeirra.
Lögð áhersla á að nýta sem mest ókeypis verkfæri og þjónustu á netinu sem er aðgengileg öllum, óháð tölvukerfi. Þó má gera ráð fyrir einhverjum minni háttar kostnaði. Snjallsímar verða notaðir til ljósmyndunar og í video og hljóðupptökur. Fjallað verður um hvernig hægt er að ná sem bestum árangri með þeim verkfærum á sem einfaldastan hátt. Nemendur þurfa að hafa aðgengi að snjallsíma eða spjaldtölvu, tölvu með hljóðnema og hátalara, góðri Internettengingu og vera skráðir Skype notendur.
 
Námsmat: Verkefnavinna, kennaramat og jafningjamat.
Kennari: Björgvin Ívar Guðbrandsson 
Deild: Listkennsludeild
Tímabil: 30. september til 28. október 2022
Staður og stund: Laugarnes, föstudaga kl. 9:20-12:10
Einingar: 4 ECTS 
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar, olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249

Umsóknareyðublað