Innskráning á tölvur skólans

Þegar ætlunin er að vinna á heimasvæði á tölvum skólans er gengið að einhverri tölvu skólans og þar tekur við innskráningargluggi (login) Þar skráir nemandi inn notandanafn sitt (sama og fyrsti hluti netfangs) og lykilorð. Þar með birtist heimasvæði nemanda. Þar eru geymdar skrár, forrit og stillingar sem nemandi sjálfur setur inn.

Póstur og vefpóstur

Listaháskólinn er í samstarfi við Office365 um vefpóst og skýjaþjónustu. Netföng nemenda og starfsmanna t.d. „nemandi16 [at] lhi.is“ er í raun netfang hjá Microsoft
Nemendur og starfsmenn skrá sig inn á vefsvæði 365.lhi.is með fullu netfangi og lykilorði. Hver notandi hefur 1 TB til umráða fyrir póst og skrár. Við mælum með því að nemendur noti lhi.is netföng sín fyrir samskipti sín á milli og póstur á vegum skólnas er eingöngu sendur á „@lhi.is“ netföng. 

Prentun

Nýtt prentkerfi hefur verið tekið í notkun.

Nemendur þurfa að skrá sig inn hér til að tengjast nýju prentkerfi. Þar býðst möguleikinn á að biðja um pin númer fyrir prentarana.
Það er einnig hægt að tengja nemendakort við prentkerfið. Þá leggja notendur kortið á kortalesara á einhverjum prentaranum og skrá sig síðan inn með notandanafni og lykilorði (sama og MySchool) eftir það geta notendur notað annaðhvort kort eða pin til að skrá sig inn á prentarana.

  1. Nemendur geta sent skjöl á prentarana í gegnum vefsíðu.
  2. Frá LHI netfangi sínu geta nemendur sent skjal í viðhengi á prent [at] lhi.is og þá bætist það skjal í prentröðina hjá þeim notanda.
  3. Nemendur geta sett upp prentara til að geta prentað frá eigin tölvum.

Leiðbeiningar.

Prentunaraðstaða er lögð til víðsvegar um skólann. Hver nemandi fær úthlutað ákveðnum prentkvóta. Kvóti hefur verið ákeðinn 100 A4-blöð í lit á nemanda á önn. Það samsvarar 500 A4-blöðum í svarthvítu, 50 A3-blöðum í lit eða 250 A3-blöðum í svarthvítu. 

Kostnaður á hvert blað er:
A4 svarthvítt 10 kr.
A4 í lit 50 kr.
A3 í svarthvítu 20 kr.
A3 í lit 100 kr.

Klárist prentkvóti er hægt að kaupa viðbótarkvóta í afgreiðslunni í hverju húsi. 

Á prenturunum er sjálfgefið að prenta báðu megin í lit.

Leiðbeiningar um að prenta öðrumegin í lit og vista þær stillingar:
Leiðbeiningar um að prenta báðummegin í svarthvítu og vista þær stillingar: 
Leiðbeiningar um að prenta öðrumegin í svarthvítu og vista þær stillingar: