Nordplus Menntaáætlunin veitir styrki til ýmis konar samvinnu á sviði menntamála á því svæði sem Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda með áherslu á gæði og nýsköpun.  Samstarf þetta er byggt upp á samstarfsnetum ákveðinna fræðasviða og felur m.a. í sér styrkveitingu til nemenda- og kennaraskipta, sameiginlegs námskeiðahalds eða uppbyggingu sameiginlegra námsbrauta.
 
Þau lönd sem taka þátt í Nordplus eru Danmörk, Eistland, Finnland, Færeyjar, Grænland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur og Svíþjóð.
 

Listaháskólinn er þáttakandi í eftirfarandi Nordplus samstarfsnetum:

CIRRUS  - hönnun
KUNO  - myndlist
NORTEAS  - sviðslistir
Nordic Academy of Architecture (NAA) - arkitektúr
Nordplus Music  - tónlist
ECA þverfaglegt samstarfsnet (áður EMD)
DAMA þverfaglegt samstarfsnet
EDDA - listkennsla (sjónlistir)
 

Norrænir styrkir

Kuno express

Nordplus styrkir