Vellíðan kennara og virkni menntunarlíkana. Rannsókn á íslenskum leikskólum

 
Í þessari ritgerð verður kannað mikilvægi þess að innleiða og framkvæma menntunarlíkan með virkum hætti til að tryggja vellíðan kennara við kennslu á leikskólastigi.
 
Núverandi bókmenntir hafa fjallað um líðan, hvatning, valdeflingu, starfhæf teymi og hvernig vellíðan barns er háð vellíðan kennara. Ennfremur hefur verið fjallað um mismunandi heimspeki og kennslufræði, algengar í íslenskum leikskólum, meðal annars hugsmíðahyggju, Reggio Emilia, Waldorf, Hjallastefnuna og Íslensku aðalnámskrána. Með tilviksrannsókn hefur tengsl og líðan kennara og skilgreint menntunarlíkan útfært með virkum hætti verið skoðað. Verkefnið var unnið á þremur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess var opin könnun (SurveyMonkey) birt á samfélagsmiðlum sem kennarar á Íslandi gátu tekið þátt í.
 
Heildarniðurstöður þessarar ritgerðar sýna að kennurum í íslenskum leikskólum líður almennt vel. Það virðist hins vegar hafa neikvæð áhrif á líðan kennara þegar áskoranir koma fram vegna vanvirkni í stjórnun, skipulagi og framkvæmd uppeldislíkans. Rannsóknin leiðir ennfremur í ljós sterk tengsl á milli líðan barns og kennara sem gefur til kynna mikilvægi þess að leikskólar skapi heilbrigt og starfhæft vinnuumhverfi. Það er því ekki síður mikilvægt að tryggja vellíðan fyrir alla, bæði börn og kennara. Leikskólar þurfa að leggja meiri áherslu á að skapa virkni í tilraun sinni til að innleiða menntunarlíkön. Kennslufræði eins og Waldorf, Hjallastefnan og Reggio Emilia sem hafa skýr afmörkuð hlutverk fyrir kennara og skýr skilgreind markmið og aðferðir við þroska barna geta lagt traustan grunn í að skapa og hlúa að virkni í leikskólum.
 
 
 
nora_e_jacob.jpg

 

Nora Elisabeth C. Jacob
noelchja [at] gmail.com
Leiðbeinandi:  Ellen Gunnarsdóttir
30 ECTS
2022