Myndlistardeild

Myndlist BA

Kennsluskrá 2024-2025

 

Hæfniviðmið námsleiðar

Þekking

Að loknu námi býr nemandi yfir þekkingu á sviði myndlistar.
​Í því felst að nemandi:

  • Hafi öðlast almennan skilning á helstu kenningum og hugtökum myndlistar.
  • Hafi haldgóða vitneskju um samtímamyndlist.
  • Hafi skilning á tengslum listsköpunar og fræðilegrar þekkingar.
  • Þekki til mismunandi aðferða listrannsókna.
  • Þekki starfstengda þætti myndlistar, hlutverk listamannsins og virkni frumsköpunar í samfélagi.
  • Geri sér grein fyrir skörun myndlistar við önnur listform og fagsvið.

Leikni

Að loknu námi getur nemandi beitt aðferðum og verklagi á sviði myndlistar.
​Í því felst að nemandi:

  • Geti notað viðeigandi aðferðir, tækja- og hugbúnað, við úrlausn verkefna á sviði myndlistar.
  • Geti nýtt sér upplýsingatækni á viðeigandi hátt.
  • Geti beitt jöfnum höndum innsæi og gagnrýnum aðferðum við greiningu viðfangsefna á sviði myndlistar.
  • Geti lagt sjálfstætt mat á og rökstutt ákvarðanir á faglegum forsendum myndlistar.
  • Hafi tileinkað sér víðsýni, frumleika og áræðni í listhugsun og sköpun
  • sýna fram á gagnrýna nálgun við eigin listsköpun og annarra.

Hæfni

Að loknu námi getur nemandi hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/ eða frekara námi.
​Í því felst að nemandi:

  • Hafi þróað með sér hæfni og ábyrg vinnubrögð fyrir frekara nám og / eða störf á fagsviðinu.
  • Geti unnið sjálfstætt, sett sér markmið, gert verkáætlun og fylgt henni að fullbúnu verki.
  • Geti tekið virkan þátt í samstarfi og leitt verkhópa.
  • Sé fær um að miðla eigin verkum, viðfangsefnum og rannsóknarniðurstöðum með skýrum hætti.
  • Sé fær um að fjalla um eigin verk og annarra með skýrum hætti í rituðu og mæltu máli.
  • Hafi skilning á áhrifum framsetningarforma á inntak og merkingu myndlistar
  • geti lagt mat á gildi frumsköpunar í samfélaginu.
F Fræði
V Vinnustofa
B Bundið val
S Skylda
V Val

Fyrri ár