Halldór Hansen átti mikið og gott tónlistarsafn sem hann gaf skólanum þegar hann arfleiddi eigur sínar og er efnið staðsett í útibúi bókasafns í Þverholti 11. 

Bækur og tímarit


Um 1000 eintök af bókum og tímaritum úr safni Halldórs eru skráð í bókasafnskerfið Gegni og eru leitarbær á leitir.is. Flestar bækurnar eru ævisögur tónlistarmanna (ópersöngvara og söngkvenna) og fagbækur um tónlist. Þær eru allar til útláns.

Geisladiskar


Halldór átti á annað þúsund geisladiska sem allir hafa verið skráðir á leitir.is. Öll hljóðritin eru til útláns í 7 daga líkt og önnur hljóðrit bókasafnsins.

Myndbönd


Mikið safn óperumyndbanda fylgdi búi Halldórs og eru þau að mestu óskráð. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær eigi að skrá þau.

Hljómplötur


Stærsti hluti tónlistarsafns Halldórs eru hljómplötur en hann átti um tíu þúsund plötur sem eru því miður óaðgengilegar eins og er.
Skrá yfir hljómplötusafn Halldórs sem í eru 6334 titlar.