Mörg söfn hafa tekið það skref að opna aðgengi að verkum  sínum svo sem flestir geta notið þeirra og notað við t.d. rannsóknir og kennslu. 
Hér fyrir neðan er listi yfir nokkur söfn sem bjóða upp á slíka þjónustu. Athugið að hvert safn hefur eigin reglur um hvernig nýta má efnið og það er á ábyrgð notenda að kynna sér þær. Þessi listi er engan veginn tæmandi. 

Norðurlöndin 

Kansallisgalleria – Finlands National Galleri 
Safnið birtir tæplega 44.000 myndir af verkum í sinni eigu, þar af tæplega 23.000 sem eru frjálsar til afnota og má merkja sérstaklega við þær á leitarsíðunni undir „Refine by details“. 

Munch Museum, Oslo 
Munch safnið í Oslo geymir yfir 42.000 safnhluti, þar af nær 28.000 listaverk. Verið er að vinna að því að koma þeim öllum yfir á stafrænt form. Hægt er að leita í myndasafninu og eru flestar myndirnar aðgengilegar til notkunar skv. Creative Commons (CC). Einnig er hægt að leita í gögnum Munchs, svo sem teiknibókum, stílabókum og bréfum. 

Nationalmuseet - museer og slotte i hele Danmark 
Vefsíða með upplýsingar um helstu söfn Danmerkur. Á Digitale Samlinger er hægt að skoða tæplega 170.000 myndir af safnkostinum og úr ljósmyndasafninu. Ekki er hægt að afmarka leitina við efni í opnum aðgangi heldur verður að athuga rétt til notkunar á hverri mynd fyrir sig. 

Nationalmuseum, Stokkhólmur 
Nationalmuseum hefur gert aðgengilegar á Wikisíðu 6000 myndir af vinsælustu málverkum safnsins til niðurhals og notkunar skv. reglum um opinn aðgang. Einnig er hægt að skoða myndir af safnkostinum á vefsíðu safnsins en þar er ekki hægt að hala niður. 

Statens Museum for Kunst, Kaupmannahöfn 
SMK Open vinnur að því að gera alla list í eigu danskra safna, um 250.000 verk, aðgengilega notendum á netinu. Hægt er að merkja við verk í opnum aðgangi á leitarsíðunni, en myndir í opnum aðgangi eru nú tæplega 35.000. 

Evrópa 

Belvadere, Vínarborg 
Á Open Content er aðgangur að myndum af um helmingi þeirra listaverka sem Belvadere safnið geymir, þ.e. af listaverkum sem falla ekki lengur undir höfundarréttarlög og má því nota þær að vild. 

Birmingham Museum Trust 
Hægt að leita í söfnum Birmingham og hlaða niður myndum allt að 3 MB að stærð sem nota má að vild. Safnið telur rúmlega 6000 myndir. 

Europeana 
Síða á vegum Evrópusambandsins með söfn ljósmynda, handrita, nótna, tísku o.fl. Hægt er að afmarka leit við opinn aðgang. Á síðunni eru líka litabækur sem má hlaða niður og prenta út. 

Kunstmuseum, Basel 
Á Sammlung Online má skoða og hlaða niður um 4100 myndum af verkum í safni Kunstmuseum sem eru í opnum aðgangi. Raðað er eftir nöfnum listamanna. Gera þarf grein fyrir hvaða stærð óskað er eftir og til hvers ætlunin sé að nota myndina áður en hægt er að hlaða henni niður. 

Mauritshuis, Haag 
Myndaleit Mauritshuis býður upp á skýrar og nákvæmar myndir af verkum í eigu safnsins.  

Národní galerie, Prag 
Hægt er að leita í öllum safnkostinum, þ.e. af þeim verkum sem búið er að mynda og setja á vefinn (um 3500 myndir), eða skoða verk hvers safns fyrir sig. Aðeins er hægt að stækka og hlaða niður myndum af þeim verkum sem eru ekki háð höfundarrétti. 

Paris Musée,  söfn í París 
Í Collections eru tæplega 127.000 myndir af verkum í söfnum Parísarborgar sem njóta ekki lengur höfundaréttar og má því nota myndirnar að vild.  

Rijksmuseum, Amsterdam 
Hægt að leita í myndasafni safnsins (rúmlega 710.000 verk) og hlaða flestum myndanna niður, jafnvel hægt að panta þær frítt í betri gæðum. Gerð er krafa um skráningu, með tölvupósti eða gegnum Facebook, en það kostar ekkert og er fljótgert. 

Der Städtische Galerie im Lenbachhaus und Kunstbau, Munich 
Boðið upp á einfalda leit og því verður að skoða hverja mynd fyrir sig til að ganga úr skugga um hvort hún heyri undir opið aðgengi eða ekki. Þær eru þá merktar CC (Creative Commons). 

Bandaríkin 

Í Open Access Images eru yfir 50.000 myndir af verkum í eigu safnsins sem annaðhvort njóta ekki lengur höfundarréttar eða safnið hefur leyft aðgengi að. Í Digital publications má hlaða niður 15 bæklingum safnsins um verk í eigu þess og sýningar á þeirra vegum. 

Biodiversity Heritage Library 
Í Collections eru nærri 250.000 myndskreytingar úr gömlum náttúrulífsbókum. 

The Cleveland Museum of Art 
Í Collection eru tæplega 38.000 myndir af verkum úr safni CMA sem sem njóta ekki lengur höfundarréttar og má því nota myndirnar að vild. 

Harvard Art Museums 
Þó myndasafn Harvard Art Museums sé leitarbært er ekki hægt að takmarka leit við myndir sem heyra undir opinn aðgang heldur verður að skoða upplýsingar sem fylgja hverri mynd fyrir sig. Í mörgum tilfellum þarf að hafa samband við safnið til að fá að sjá myndirnar í almennilegri stærð. Þær eru einnig aðeins ætlaðar til persónulegra nota eða fyrir rannsóknir eða kennslu.

J. Paul Getty Museum, Los Angeles 

Í Getty Search Gateway eru rúmlega 154.000 myndir af verkum í safni Getty Museum sem njóta ekki lengur höfundarréttar og má því nota myndirnar að vild. 

Los Angeles County Museum of Art 
Undir Publications má finna ýmsa útgáfu texta. Velja þarf Archive.org undir „Availability“ til að leita að útgáfu sem er í opnum aðgangi og má hlaða niður. Í Collection er myndasafnið. Velja þarf „Show public domain images only“ til að finna þær myndir sem heyra undir reglur um opið aðgengi. 

Metropolitan, New York 
Á Met publications er hægt að leita, lesa og hlaða niður allri útgáfu Metropolitan safnsins síðustu 50 árin. Í Open Access at The Met má svo finna yfir 406.000 myndir af listaverkum í eigu Metropolitan sem njóta ekki lengur höfundarréttar og má því nota myndirnar að vild. 

MoMA – Museum of Modern Art 
Í The Collection, sem telur rúmlega 90.000 myndir, er hægt að gera einfalda leit en ekki er hægt að takmarka leit við myndir sem falla undir opinn aðgang. Sækja þarf um leyfi fyrir notkun. Hægt er að leita í  MAID - MoMA Archives Image Databse, skjalasafni MoMA, að greinum, umfjöllunum, gagnrýni og öðru prentuðu efni. 

National Gallery of Art, Washington D.C. 
Í Backlist titles má skoða og hlaða niður eldri útgáfum safnsins. Undir Collection search má svo finna tæplega 50.000 myndir í eigu NGA sem má hlaða niður og nota að vild. 

Newfields, Indianapolis Museum of Art 
Í Collection er ekki hægt að síðan leita eingöngu í efni í opnum aðgangi heldur verður að athuga aðgengi að hverju verk fyrir sig. Notandinn þarf að tilgreina hvernig á að nota myndirnar. 

Smithsonian, Washington 
Smithsonian Research Online geymir safn útgefinna greina frá fræðimönnum Smithsonian. Í Smithsonian Open Access má finna og hlaða niður rúmlega 3 milljónir mynda – sumar í þrívídd - frá öllum 19 söfnum Smithsonian, 9 rannsóknarsetrum þess, bókasöfnum, skjalasöfnum og dýragarðinum. 

The Walter Art Museum, Baltimore 
Í Online Collection er hægt að gera einfalda leit að myndum af verkum í safnkosti Walter Art Museum, eða þá skoða eftir stafrófsröðuðum flokkum, svo sem listamanni, tímabil, efnisviði o.fl.  

Yale Center for British Art, New Haven 
Í Collections Online eru rúmlega 50.000 myndir í eigu YCBA sem má hlaða niður og nota að vild. 

Yale University Art Gallery 
Í Collection eru rúmlega 180.000 myndir í eigu YUA sem má hlaða niður og nota að vild. 

Te Papa Tongarewa  - Museum of New Zealand, Wellington 
Myndir safnsins hlýða mismunandi reglum, sumar vegna höfundarréttar, aðrar vegna menningarlegra gilda. Skoða verður hverja mynd fyrir sig til að sjá hvaða réttindi eiga við.