Átta útskrifuðust frá frá listkennsludeild, sjö með meistaragráðu og einn með diploma, tveir nemendur í hönnunar- og arkitektúrdeild útskrifuðust í grafískri hönnun.  Sviðslistadeild útskrifaðir tvo nemendur, einn af samtímadansbraut og einn af sviðshöfundabraut. Einn nemandi tónlistardeildar útskrifaðist með Bmus gráðu í flautuleik.

Útskriftarathöfnin var haldin í Sölvhóli og rektor flutti ávarp í upphafi athafnarinnar. Nína Hjördís Þorkelsdóttir útskiftarnemandi lék á flautu.

Þeir sem útskrifuðust eru:

Alma Sigurðardóttir, MA í listkennslu
Arnar Steinn Friðbjarnarson, diploma í listkennslu
Eygló Harðardóttir, MA í listkennslu
Guðrún Jóhanna Benónýsdóttir, MArtEd í listkennslu
Halla Dögg Önnudóttir, MArtEd í listkennslu
Halla Þórðardóttir, BA í samtímadansi
Lovísa Sigurðardóttir, MArtEd í listkennslu
Magnús Orri Magnússon, BA í grafískri hönnun
Nína Hjördís Þorkelsdóttir, BMus í flautuleik
Rakel McMahon, MArtEd í listkennslu
Theódor Sölvi Thomasson, BA frá sviðshöfundabraut
Yara Cristiana M. Lazaro Polana, BA í grafískri hönnun
Þóranna Dögg Björnsdóttir, MArtEd í listkennslu