Markmið verkefnisins er að mennta nemendur í 5.-6. bekk Laugarnesskóla
til sjálfbærni og veita þeim tækifæri til að vinna á skapandi hátt úti í
náttúrunni með málefni sem tengjast náttúruvernd og félagslegum jöfnuð.
Sérstök áhersla er lögð á að tengja verkefnin við menningu, sjálfsmynd
og umhverfisvitund. Í verkefninu vinna nemendur með listamönnum sem
leggja stund á meistaranám í Listkennslu við Listaháskóla Íslands undir
handleiðslu lektors í listkennslufræðum.

Verkefnið sem fer fram í
Grasagarði Reykjavíkur byggir á hugmyndafræði grenndarkennslu og
menntunar til sjálfbærni með áherslu á val nemenda. Því er ætlað að
styrkja og kenna nemendum aðferðir til að virkja eign hugmyndir í
listsköpun. Unnið er út frá ólíku þema sem nemendurnir tengja við eigin
reynslu og þekkingu. Ýmisst er efniviður notaður sem uppspretta sköpunar
eða þá að unnið er út frá málefnum sem hópunum þykir vert að rannsaka.
Verkefnið hefur verið framkvæmt tvisvar sinnum, eina viku í hvort sinn í
apríl 2013 og 2014 í tengslum við Barnamenningarhátíð.

Verkefnið veitir
nemendum Listaháskólans tækifæri vinna námsáætlanir fyrir
grunnskólanemendur þar sem unnið er skapandi með náttúrulegan efnivið
þvert á allar námsgreinar. Nemendur Laugarnesskóla fá tækifæri til að
vinna með listamönnum sem skapa aðstæður fyrir þau úti í náttúrunni.
Verkefnið hefur forsendur til að vekja áhuga nemenda á listum og
listnámi. Það eflir skapandi hugsun og ýtir undir frumkvæði nemenda.
Upplifunin er skemmtileg og brýtur upp hefðbundið skólastarf með því að
víkka sjóndeildarhring nemenda og vekja forvitni þeirra og víðsýni. Í
lok verkefnisins er foreldrum boðið á opnun sýningar sem er hluti af
sýningum Barnamenningarhátíðar.