Í lok haustannar 2015 var haldin sýning undir heitinu "Velkomin til Breiðafjarðar" á þriðju hæð hönnunar- og arkitektúrdeildar í Þverholti 11. Sýningin var afrakstur rannsóknarverkefnis nemenda á 3. ári í arkitektúr en rannsóknin er hluti af útskriftarverkefni arkitektúrdeildarinnar sem unnið verður áfram vorið 2016.

Þema sýningarinnar var skynjun manneskjunnar. Manneskjan notar öll skynfæri sín til þess að lesa umhverfi sitt og þannig leggja mat á gæði þess. Hver staður hefur sín einkenni og með sýningunni reyndu nemendur að kalla fram þau hughrif sem ferðalangur um Breiðafjörð getur upplifað.

 

Sýningarrýmið var eins konar líkan af helstu umferðarleið manna yfir fjörðinn. Eyjarnar í Breiðafirði eru einkennandi fyrir fjörðinn og var sjóleiðin frá Stykkishólmi að Brjánslæk notuð til þess að móta flæði sýningarinnar ásamt myndefni, hljóðupptökum og viðtölum við fólk frá staðnum sem upplýstu sýningargesti um allt milli veðurfars og reimleika. Á sýningunni mátti sjá allskyns sýni sem tekin voru úr firðinum og þá var boðið upp á veitingar sem höfðu tengingu við Breiðafjörðin. Höfðaði sýningin því til allra skynfæranna.

breidafjordur2s.jpg
breidafjordur3s.jpg
breidafjordur4s.jpg
breidafjordur5s.jpg