arshatid7.jpg

Nemendaráð hönnunar- og arkitektúrdeildar, HARK, stóð fyrir árshátíð deildarinnar í febrúar síðastliðnum. Aldrei hefur verið jafn mikill áhugi á árshátíðinni, uppselt var viku fyrir viðburðinn og 115 manns mættu. 
Emilía Sigurðardóttir er formaður nemendaráðsins og segir meginmarkmiðið hafa verið að hrista saman hóp nemenda. „Mér fannst mikilvægt að sem flestir kæmu á árshátíðina því að hönnunarheimurinn er svo lítill á Íslandi og er mikilvægt að við byggjum upp menningu í kringum hann, sköpum hefðir og tengslanet. Mikið var lagt upp úr því að sem flestir myndu styðja nemendafélagið, gera sér glaðan dag og koma til að skála saman.“

Árshátíðin var haldin á Bryggjunni Brugghúsi og voru glæsilegar veitingar á boðstólum og hátíðleg stemning. Steiney Skúladóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir voru veislustjórar og var mikið af skemmtiatriðum auk þess sem haldið var happdrætti með veglegum vinningum. Veislustjórarnir sömdu sérstakan hönnunartexta fyrir viðburðinn og fluttu hann við góðar undirtektir gestanna. Ari Eldjárn var með uppistand og dj GLM (Andri Hrafn) sem útskrifaðist úr fatahönnun vorið 2015 sá um tónlistina. 

Sett var upp lítið ljósmyndastúdíó á staðnum og sá Hörður Ásbjörnsson um að taka myndir af viðstöddum. Nokkrar þeirra fylgja fréttinni.

Emilía var mjög ánægð með viðburðinn. „Kvöldið var gríðarlega vel heppnað í alla staði og vona ég að þetta muni endurtaka sig á næstu árum.“  

Stjórn nemendaráðs:
Formaður: Emilía Sigurðardóttir
Varaformaður: Dagný Harðardóttir
Almannatengill: Steinn Einar Jónsson
Skemmtunarstjórar: Valdís Steinarsdóttir og Kristín Karlsdóttir
Gjaldkeri: Björk Emilsdóttir

Aðrir:
Solveig Dóra Hafsteinsdóttir
Edda Karolína Ævarsdóttir
Rebekka Alberts Hannah Hjördís Herrera
David Ingi Bustion

Nemendur Listaháskólans sjá samskiptamiðla skólans og voru nemendur hönnunar- og arkitektúrdeildar með umsjón þetta kvöld. Við hvetjum alla til að fylgjast með „listahaskolinn“ á Instagram og Snapchat en þar má fá innsýn í daglegt líf nemenda við skólann. 

arshatid1.jpg
arshatid2.jpg
arshatid3.jpg
arshatid4.jpg
arshatid5.jpg
arshatid6.jpg
arshatid9.jpg