Verk nemenda á sýningunni eru afrakstur þriggja ára náms við
Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu
til að mennta sig sem listamenn og gera þá reiðubúna að takast á við
víðtæk viðfangsefni á skapandi og gagnrýninn hátt með forvitni, áræði
og framsækni að leiðarljósi. 

Sýningarstjóri er: Daníel Karl Björnsson og aðstoðarsýningastjóri er
Ingibjörg Sigurjónsdóttir 

Sýningin stendur til 6. maí. Opið alla daga frá 10:00-17:00 og á fimmtudögum til kl. 20:00.