Með brautskráningunni lauk fjórtánda starfsári Listaháskólans. Alls útskrifuðust að þessu sinni 138 nemendur. 17 nemendur frá listkennsludeild. 22 útskrifuðust með BA gráðu í myndlist, 52 með BA gráðu frá hönnunar- og arkitektúrdeild. Frá tónlistardeild útskrifuðust alls 22 nemendur,  1 nemandi með diplóma gráðu í sellóleik, 6 nemendur útskrifuðust með Bmus gráðu í hljóðfæraleik og söng, 1 nemandi útskrifaðist með BA gráðu í skapandi tónlistarmiðlun og 11 nemendur útskrifuðust með BA gráðu í tónsmíðum. 3 nemendur útskrifuðust með meistaragráðu í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi. Leiklistar- og dansdeild útskrifaði nemendur frá öllum brautum deildarinnar að þessu sinni. 8 nemendur útskrifuðust með Ba gráðu í samtímadansi, 7 nemendur útskrifuðust með BA gráðu í fræðum og framkvæmd og 10 nemendur af leikarabraut.

Rektor og fulltrúar nemenda frá hverri deild fluttu ávörp. Sönglúðrar lýðveldisins flutti Örforleik fyrir málmblásarakvintett eftir Withold Lutoslawski, myndbandsverkið Ás/Hub eftir Hannes Lárusson var sýnt á eftir ávarpi rektors, Skýjasmiðjan og Gaflaraleikhúsið fluttu brot úr verkinu Hjartaspaðar í leikstjórn Ágústu Skúladóttur og þær Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir frá Hreyfiþróunarsamsteypunni fluttu þátt úr danssýningunni Coming up.

Hátíðarræðan var flutt af Gunnari Kvaran, sellóleikara og prófessor.

Kynnir á útskriftarathöfninni var Vala Kristín Eiríksdóttir, nemandi á leikarabraut. 

Hér fyrir neðan er hægt að lesa hluta af þeim ávörpum sem flutt voru á útskriftarathöfninni og sjá lista yfir nöfn þeirra sem útskrifuðust.