Með brautskráningu lauk þrettánda starfsári Listaháskólans. Alls útskrifuðust að þessu sinni 104 nemendur, 7 nemendur frá listkennsludeild, 6 með meistaragráðu og einn  með diploma.  18 nemendur með BA gráðu frá myndlistardeild. 50 með BA gráðu frá hönnunar- & arkitektúrdeild. 6 nemendur útskrifuðust með BMus gráðu frá tónlistardeild, 9 með BA í tónsmíðum, 2 með BA í mennt og miðlun, 1 með mastersgráðu í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi og 1 nemandi útskrifaðist með diploma í hljóðfæraleik. Frá leiklistardeild útskrifuðust 10 nemendur með BFA gráðu í leiklist.

Rektor og fulltrúar nemenda frá hverri deild fluttu ávörp. Nýlókórinn flutti tvö verk undir stjórn Harðar Bragasonar. Þau Hannes Þór Egilsson og Emelía Benedikta Gísladóttir frá Íslenska dansflokknum dönsuðu atriði úr verkinu Á vit… sem er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Gus Gus og var flutt í Hörpu á Listahátíð Reykjavíkur nú í vor. Hannes og Smári léku atriði úr leiksýningunni Beðið eftir Godot og Hildur Hákonardóttir flutti hátíðarræðu.

Kynnir var Arnmundur Ernst Backman, nemandi í leiklistardeild.

Hér fyrir neðan er ávarp rektors og nemenda ásamt hátíðarræðu Hildar Hákonardóttur.

File - Ræða rektors

File - Hátíðarræða Hildar Hákonardóttur

File - Ávarp Ástu Þórisdóttur- listkennsludeild