Alls bárust 152 umsóknir í Tækniþróunarsjóð vegna umsóknarfrests sem rann út 15. september síðastliðinn. Á fundi sínum 18. desember 2013 ákvað stjórn sjóðsins að bjóða verkefnisstjórum 27 verkefna að ganga til samninga um ný verkefni auk framhaldsumsókna.

Í yfirliti á má sjá yfirlit styrktra verkefna, en styrkir skiptast í frumherjastyrki, verkefnisstyrki og markaðsstyrki. Meðal þeirra sem hlutu markaðsstyrk er Scintilla ehf., fyrirtæki Lindu Bjargar Árnadóttur, lektors í fatahönnun við hönnunar- og arktiektúrdeild. Óskar skólinn henni til hamingju með styrkinn.