Listaháskólinn óskar nemendum og leiðbeinendum þeirra til hamingju með árangurinn.

Íslensk samtímalistfræði
Leiðbeinendur: Aðalheiður L. Guðmundsdóttir og Jón Proppé.
12 mannmánuðir fyrir 4 nemendur.

„Litla tónleikhúsið“
Leiðbeinendur: Atli Ingólfsson og Steinunn Knútsdóttir.
3 mannmánuðir fyrir 1 nemanda.

Veru- og fyrirbærafræðileg gæði torfbæjarins í arkitektónísku samhengi
Leiðbeinendur: Björn Þorsteinsson og Hildigunnur Sverrisdóttir.
3 mannmánuðir fyrir 1 nemanda.

Rannsóknir á íslenskri tónlist 20. og 21. aldar: Þorkell Sigurbjörnsson – kammer- og einleiksverk.
Leiðbeinendur: Hróðmar Sigurbjörnsson og Þorbjörg Daphne Hall.
12 mannmánuðir fyrir 4 nemendur.

Calmus Automata: Rafræn nótnaskrift í rauntíma í iPad.
Leiðbeinendur: Kjartan Ólafsson og Snorri Agnarsson.
3 mannmánuðir fyrir 1 nemanda.

Rannís skráir yfirlit styrkja út frá aðsetri leiðbeinenda og því birtast hér einöngu þau verkefni sem skráð eru með leiðbeinanda hjá Listaháskólanum. Nemendur skólans taka hins vegar þátt í öðrum verkefnum sem vistuð eru utan skólans, þótt slíkt komi ekki fram á yfirliti sjóðsins. 

Alls bárust sjóðnum bárust 374 umsóknir um tæplega 262,5 milljónir króna, en sjóðurinn úthlutaði um 75,5 milljónir króna. 91 verkefni hlaut styrk (árangurshlutfall miðað við fjölda umsókna og veitta styrki er því 24,7%). Í styrktum verkefnum eru 158 nemendur skráðir til leiks í alls 429 mannmánuði.