Hátíðin nefn­ist Holqa og er hald­in á Möltu. Er þetta í sjö­unda
skiptið sem hátíðin er hald­in en í fyrsta skiptið sem ís­lensk­ur
fram­halds­skóli tek­ur þátt í henni. 

Verðlaun­in sem ís­lenski hóp­ur­inn hlaut nefn­ast Script­ing and
Struct­ure Aw­ard, þ.e. verðlaun fyr­ir hand­rit og upp­bygg­ingu.
Sýn­ing skól­ans byggði á sög­unni um Fjalla-Ey­vind og hóp­ur­inn
sjálf­ur bjó til leik­gerðina. 

Í um­sögn dóm­nefnd­ar seg­ir að sýn­ing­in hafi verið vel upp­byggð
þar sem sag­an hafi verið skýr og mis­mun­andi leik­hús­stíl­ar voru
notaðir. Einnig var þeim hrósað fyr­ir góða lík­ams­beit­ingu og að
lík­ams­tungu­mál hafi verið til fyr­ir­mynd­ar. 

Hóp­ur­inn hélt utan til Möltu síðastliðinn sunnu­dag en þangað komu
einnig skól­ar frá sex löng­um. All­ir skól­arn­ir sýndu leik­verk frá
sínu landi.

Bjarni Snæbjörnsson útskrifaðist sem leikari frá leiklistarbraut LHÍ
árið 2007 og með diplóma listkennslu frá listkennsludeild LHÍ 2011. Hann
hefur kennt leiklist víða um land við ólík tækifæri frá útskrift úr
leikaranáminu; í grunnskólum, hjá Leynileikhúsinu og víðar. Þá var hann
einn af stofnendum leiklistarbrautar Fjölbrautaskólans í Garðabæ og
hefur kennt við þann skóla frá hausti 2008. Einnig hefur hann leikstýrt
fjölda sýninga með börnum og unglingum og tekið þátt í uppsetningum
leikverka hjá Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og sjálfstæðum leikhópum
sem leikari. Bjarni hefur verið stundakennari við listkennsludeild síðustu tvö skólaár.