Síðasta áratug hafa ungir arkitektar, sérstaklega á Norðurlöndum, notað faglega þekkingu sína til að sporna við fátækt í þriðjaheims löndum. Reist bygging á fátæku svæði er stór birtingarmynd fyrir betri framtíð.

South of North er samtalsvettvangur verkefna sem eiga það sameiginlegt að þáttakendur hafa tekið mið af og fengið hugmyndir frá staðbundinni byggingartækni og virðast deila einhvers konar sameiginlegum takti eða stíl.  Vettvangurinn gerir þáttakendum kleift að setja arkitektúr í gagnrýnið samtal: Hvað færir okkar norræni bakgrunnur til verkefnanna? Til hverra er fagurfræðin að höfða? Eru samnorræn einkenni í byggingunum okkar - jafnvel ómeðvitað?

Hugmyndin að verkefninu sprettur af reynslu tveggja verkefna sem eru  komin vel á veg: Kouk Khleang, Youth Center í Kambódíu eftir Komitu Arkitekta, Finnlandi og Econef barnaheimili í Tansaníu frá Asante Collective arkitektum, Svíþjóð.

Halldór Eiríksson, stundakennari við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands flytur erindi á málþinginu en eftir málþingið munu nemendur á 3. ári í arkitektúr LHÍ taka þátt í workshop.

Nánari upplýsingar um verkefnið er hægt að nálgast