Alls tóku 10 nemendur þátt í keppninni að þessu sinni en dómnefnd, sem er skipuð tónlistarfólki í fremstu röð, valdi fjóra sigurvegara til að koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Þau sem voru valin til að koma fram á tónleikunum eru:
Einar Bjartur Egilsson, píanóleikari
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, sellóleikari
Unnsteinn Árnason, söngvari
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðluleikari

Frá stofnun tónlistardeildar við Listaháskóla Íslands árið 2001 hefur skólinn haft um það samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands að gefa framúrskarandi tónlistarnemendum tækifæri til að koma fram í sólóhlutverki með hljómsveitinni á opinberum tónleikum. Nemendur eru valdir í sérstakri samkeppni sem opin er nemendum sem eru í námi á bakkalárstigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja.