Nemendur á 2. ári á leikarabraut og nemendur í meistaranáminu NAIP (sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf) tóku þátt í sameiginlegu námskeiði um trúðleik á dögunum undir leiðsögn Rafael Biancotti. Hann hefur kennt trúðleiktækni við skólann um árabil og þannig fóstrað marga íslenska trúða og komið á legg. 

Trúðleikurinn var hluti af stærra námskeiði, Leiktúlkun III:

Unnið er með mismunandi aðferðir í leiktækni, með það að markmiði að dýpka tæknilega færni nemandans í leiktúlkun. Áfram er unnið með líkamlega hæfni, samhæfingu, spuna og samleik á sviði í gegnum leikhúss líkamans. Ennfremur fá nemendur kennslu í grundvallaratriðum kvikmyndaleiks og starfsumhverfi kvikmynda. Í vinnu með leiktexta Forn- Grikkja er áherslan á samruna raddtækni, líkamsbeitingar og leiktúlkunar. Á námskeiðinu fá nemendur þjálfun í að leika frammi fyrir áhorfendum, þar sem reynir á tæknilega færni, úthald og stærð.

Mynd með frétt: Rafael Biancotti.