Tónlistarskólinn er aðalsamstarfsaðili LHÍ í þessu verkefni og leggur fram vinnuaðstöðu, hljóðfæri og tæki ýmis konar.

Tónverkin voru öll samin í samvinnu alls hópsins. Eitt þeirra var flutt í stórnsýsluhúsi Ísafjarðarbæjar í hádeginu, en í miðju húsinu er opið rými sem spannar allar 4 hæðirnar og er gjarnan nýtt fyrir stuttar uppákomur. Á lokakvöldinu var hópurinn með opið svið í Tjöruhúsinu þar sem m.a. var boðið upp á lifandi karíókí.