Á sýningunni sýndu níu nemendur 6-10 alklæðnaði fyrir konu, karla eða bæði. Fatalínurnar voru unnar undir leiðsögn Katrínar Káradóttur, aðjúnkts og fagstjóra í fatahönnun, Lindu Bjargar Árnadóttur, lektors, Anne Clausen og Roberts Cary-Williams. Prófdómari var Michael Kampe, en hann hefur vakið mikla athygli fyrir framsækna hönnun á karlmannafatnaði og starfar nú sem yfirhönnuður „denim“-klæðnaðar hjá Hugo Boss í Þýskalandi. 

Stemningin baksviðs fyrir sýninguna

Elsa Vestmann

Helga Lára Halldórsdóttir

Birkir Sveinbjörnsson

Ásrún Ágústsdóttir

Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir

Kristín Sunna Sveinsdóttir

Andrés Peláez

Andri Hrafn Unnarson

Halldóra Sif Guðlaugsdóttir