Dagana 26.-28. nóvember 2012 verður leitir.is uppfært í nýja útgáfu. Á meðan verður hvorki hægt að sjá eintök né að skrá sig inn til að endurnýja eintök, taka frá og panta millisafnalán. Smávægilegar rekstrartruflanir geta orðið á mánudagsmorgun 26.11. og síðan verður leitir.is lokað frá því snemma á miðvikudagsmorgun 28.11. og eitthvað fram eftir degi. Á meðan er hægt að nota gegnir.is, hvar.is og scholar.google.is.