[sic] er samstarfsverkefni Ragnhildar Jóhanns og Jóhanns Ludwig Torfasonar myndlistarmanna. Á sýningunni [sic] verða ný verk sem hverfast að mestu um textagerð í myndlist undir samheitinu „myndljóð“, þar sem framsetning texta, ljóða eða setninga(brota) er myndræn eða formræn og byggir fremur á myndlestri en eiginlegum lestri á skrifaðu tungumáli. Innan um skín í hefðbundin texta og ljóð í líki myndlistar.

Ragnhildur útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hún hefur komið að hinum ýmsu verkefnum tengdum listum svo sem sýningarstjórn, útgáfu bókverka auk þess sem hún situr í ritstjórn tímaritsins Endemi og rekur vefsíðuna.
www.visualreykjavik.com sem fjallar um sýningarhald á höfuðborgasvæðinu.

Jóhann hefur starfað að myndlist í tæp 30 ár og sýnt víða, undir hatti fyrirtækisins Pabba kné. Ásamt myndlistarstarfi er hann kennari við Listaháskóla Íslands.

Sýningin stendur til 1. febrúar og eru allir velkomnir.

Facebooksíða sýningarinnar er