Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir eru í forsvari fyrir hóp kvenna sem er að vinna að verkefninu Belinda, Gyða og vinkonur sem er tilraunakennt sviðslistaverk fyrir stóran hóp listakvenna á öllum aldri.  Tónlist er í höndum Andreu Gylfadóttur og Jóní Jónsdóttir mun sjá um búninga og útlit.  Dansarar versksins eru bæði nemendur sem hafa útskrifast af dansbraut sem og reyndari dansarar sem starfað hafa lengi við fagið hérlendis sem og erlendis.

Hegðun, samskipti, hreyfing og hljóð hesta hafa vakið eftritekt og áhuga höfundanna og hafa þær ákveðið að velja sér hryssur sem viðfangsefni þessa nýja sviðslistaverks.  Í verkinu munu þær velta fyrir sér hinum ýmsu spurningum um hryssur og tengja efnið við stöðu konunnar.  Hvað á nútímakonan sameiginlegt með hryssum?  Hvernig getum við borið saman stöðu konunnar í nútímaþjóðfélagi við stöðu hryssunar innan stóðsins?