Uppistaða tónleikana var hluti af katalónska tónlistarhandritinu Llibre vermell - eða Rauðu bókina frá Montserrat klaustrinu skammt frá Barcelona. Handritið er frá 14. öld og inniheldur keðjusöngva á latínu og pílagrímasöngva á katalónsku. Hópurinn, sem telur um 25 manns, hefur undanfarnar vikur einbeitt sér að bæði fræðilegum og verklegum þáttum tónlistar frá miðöldum og endurreisn.

Stjórnandi var Sigurður Halldórsson, fagstjóri í skapandi tónlistarmiðlun og meistaranáms í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP).