Sigtuna er sögufrægur staður og hvað best þekkt fyrir að vera elsti bær Svíþjóðar.  Nemendur dvelja í húsakynnum Lýðháskólans í Sigtuna og njóta leiðsagnar leiðbeinenda frá Konunglega tónlistarháskólanum í Hag, Prince Claus konservatoríunni í Groningen, Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og Listaháskóla Íslands. 

Á námskeiðinu koma saman nemendur þessara skóla sem allir er að hefja nám í samevrópska meistaranáminu Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf (European Music Master for New Audiences and Innovative Practice-NAIP).  Á námskeiðinu verða einnig gestanemendur frá Guildhall School of Music and Drama í London og gestanemendur og einn leiðbeinandi frá University of Minnesota í Bandaríkjunum. Tilgangur námskeiðsins er að nemendur kynnist hugmyndafræði og grunnþáttum námsins, m.a. í gegnum skapandi hópavinnu.  Ennfremur vinna þau verkefni sem tengjast samfélaginu í Sigtuna.

Nánari upplýsingar um Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf er að finna á heimasíðunni