Síðasta sýningarhelgi á verki Heklu Daggar Jónsdóttur, prófessor myndlistardeildar; Studio Dansistovan sem sett var upp í Norðurlandahúsinu í Færeyjum þann 12. febrúar síðasliðin verður nú um helgina.
 
Í Norðurlandahúsinu hefur Hekla Dögg gert innsetningu sem er upptökustúdíó þar sem hægt er að taka upp lög og síðan spila þau í þremur skúlptúrum sem hún hefur staðsett í anddyri hússins. Einn skúlptúrinn spilar lög um hafið, annar lög um landið og sá þriðji spilar ástarlög.  Öll lögin eru samin sérstaklega fyrir skúlptúrana.  Sýningin stendur til 6 febrúar.