Bæði tímabilin telja þrjá mánuði. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki um Erasmus starfsnámsstyrk fyrir starfsnámi að sumri og að útskrifaðir nemendur, árgangur 2013 og 2012 sæki um Leonardo starfsnámsstyrk. Alþjóðaskrifstofa LHÍ veitir nánari upplýsingar um þessa styrki. Umsókn um starfsnám skal hins vegar senda til KÍM.

Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður sýnir í íslenska skálanum 2013.

Tímabilinu er skipt í tvennt:

  • 27.maí – 18.ágúst  - Erasmus styrkur  +  mótframlag KÍM: flug + 50.000,- krónur á mánuði  (1. og 2.árs nemar geta sótt um).
  • 19.ágúst – 24.nóvember – Leonardo styrkur (3.árs nemar geta sótt um)

Starfsnámið felur í sér eftirfarandi:

  • Nemarnir munu kynnast listamanninum og fá yfirgripsmikla þekkingu á hennar verkum.
  • Þeir munu aðstoða við undirbúning  og framkvæmd á opnun íslenska skálans, blaðamannafundi og fleiri viðburðum í tengslum við opnun sýningarinnar. 
  • Hitta lykilmanneskjur í listheiminum, listamenn, sýningarstjóra, safnstjóra og blaðamenn. 
  • Sjá um yfirsetu í íslenska skálanum. 
  • Upplifa hvernig mikilvægur listviðburður af þeirri stærðargráðu sem Feneyjatvíæringurinn er verður að veruleika. 
  • Fá góða starfsreynslu í hinum alþjóðlega listheimi, hafa möguleika á því að skoða allar sýningar Feneyjatvíæringsins og kynnast hinni fallegu og sögulegu ítölsku borg Feneyjum.

Umsóknarfrestur er til 1.apríl – áhugasamir geta sent inn CV ásamt nafni, síma og námsári til
Frekari upplýsingar er einnig hægt að nálgast hjá

Ljósmynd: Lilja Gunnarsdóttir. 
Il Tuo Paese Non Esiste, 2011. From the project Your Country Doesn’t Exist, 2003-ongoing. Performance.