Leitað er eftir einstaklingi sem er virkur á sviði hönnunar og listsköpunar, hefur kennslureynslu og reynslu af því að leiðbeina nemendum á háskólastigi. Starfið felur í sér kennslu og umsjón með námi nemenda í vöruhönnun í samráði við fagstjóra í vöruhönnun og deildarforseta hönnunar- og arkitektúrdeildar. 

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í hönnun
  • Meistarapróf eða sambærileg menntun
  • Kennslureynsla á háskólastigi
  • Umtalsverð starfsreynsla á sviði hönnunar

Umsókn skal fylgja yfirlit yfir starfs- og námsferil með áherslu á hönnun og listræn störf umsækjenda ásamt upplýsingum um rannsóknar- og stjórnunarstörf. Afrit af prófskírteinum og öðrum staðfestingum varðandi menntun skulu fylgja umsókn.
Umsækjandi skal gera grein fyrir eigin kennslustörfum og æskilegt er að umsagnir um fyrri störf umsækjanda berist með umsókn ásamt kennslumati nemenda ef slíkar upplýsingar liggja fyrir. Jafnframt skal umsækjandi veita upplýsingar um önnur störf sem hann hefur gegnt.

Við ráðningu í stöðuna verður m.a annars tekið tillit til hvaða hæfileika ætla má að umsækjandinn hafi til samstarfs við aðra og hæfni umsækjanda til frumkvæðis og sjálfstæðis í starfi.

Rektor ræður í starfið í samráði við deildarforseta hönnunar- og arkitektúrdeildar. Gert er ráð fyrir að ráðning taki gildi frá og með 1. janúar og sé tímabundin til 1.ágúst 2013.

Umsóknir skulu stílaðar á rektor og skal skila þeim ásamt með fylgigögnum  til Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, 105 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 3. desember. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.