Nú stendur yfir samstarfsverkefni á vegum samstarfshópsins ASAD (Arctic Sustainable, Art and Design) þar sem Listaháskóli Íslands, University of the Highlands and Islands frá Skotlandi og University of Lapland, Finlandi vinna saman. 
Í verkefninu er skoðuð grenndarvitund og sjálfbærar áherslur samfélaga á Norðurslóðum. Þema vinnunnar felur í sér að skoða ratsjárstöðvar á Íslandi, áhrif þeirra á nærsamfélagið og hugmyndir almennings um kalda stríðið. 
Smíðuð hefur verið hvelfing sem myndlíking ratsjárstöðva. Unnið hefur verið með heimafólki á Þórshöfn, Bolungarvík, Höfn og Keflavík þar sem áhugasamir hafa myndgert eigin upplifanir á hvelfinguna.
Í dag miðvikudaginn 24. ágúst verður hvelfingin sett upp fyrir framan Höfða í tilefni að því að í ár eru 30 ár liðin frá fundi Regans og Gorbachev  sem segja má að marki lok kaldastríðsins. 
Allir áhugasamir eru boðnir velkomnir, hér gefst tækifæri til að ræða málefnið og taka þátt í að myndskreyta hvelfinguna.
 
Hér má lesa meira um verkefnið: 
http://www.coldwarprojects.com/#!iceland/c1fxt