Baldvin I. Tryggvason,  sem útskrifaðist síðastliðið vor frá tónlistardeild skólans hóf dagskrána með klarínettuleik.
Að því búnu flutti Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor ávarp. Í ávarpi sínu til nemenda velti Fríða vöngum yfir samfélagspólitík, hlutverki lista og vægi þeirra í menningu okkar, endalausum vangaveltum um hvað þær kosti, hvaða tilgangi þær þjóni og áhrifin sem listin hefur á umhverfi sitt hér og nú og í fjarlægri framtíð.

„Listirnar, sem einskonar spegill mannlegrar tilvistar, eru iðulega ein helsta forsenda breytinga og framþróunar í það minnsta eins og þær birtast til langs tíma. Í þeim skilningi eru þær rammpólitískar. Þær standa á sjálfsprottinn hátt undir kröfunni um fjölbreytileika og margþætta hugsun. Þær eru opnar fyrir öllu, gagnrýnar í úrvinnslu og framsetningu. Þær færa fjöll og framkalla byltingar, ekki með jarðýtum eða herafla, heldur með rannsóknum á öllu því sem ímyndunaraflið gefur af sér.“

Hægt er að nálgast ávarp Fríðu í heild sinni hér fyrir neðan.

Hrólfur Cela, arkitekt ávarpaði því næst nemendur en hann hefur útskrifast frá tveimur brautum skólans. Hann var í fyrsta nemendahópnum sem útskrifaðist með BA gráðu í arkitekt árið 2005. Að loknu meistaranámi í arkitektúr hóf hann aftur nám við skólann og útskrifaðist frá listkennsludeild árið 2010. Hann hefur auk þess kennt við skólann. Hrólfur gaf nemendunum 10 góð ráð. M.a. að taka námið alvarlega en ekki sig sjálf, taka tillit til hvers annars, varast tölvur, vera djörf og kafa djúpt en ekki vítt.

Vala Kristin Eiríksdóttir, nemandi á þriðja ári á leikarabraut, talaði fyrir hönd núverandi nemenda og sagði frá reynslu sinni af Listaháskólanum. Hún sagði m.a. frá óttanum við að gera mistök, hugrekkinu til að halda áfram þrátt fyrir óttann og nauðsyn þess að fagna mistökum og læra af þeim.

Kór sviðslistadeildar lauk dagskránni með hressileglegum flutningu á  lagi Pharells, Happy. Stjórnandi kórsins er Gunnar Benediktsson.

Alls eru um 170 nýnemar að hefja nám við fjórir deildir skólans en ekki voru teknir inn nemendur á sviðslistadeild fyrir þetta skólaár. Um 460 nemendur stunda nám við Listaháskólann á þessu skólaári.