Scintilla hefur í 3 ár unnið að markaðsetninu Scintilla á Bandaríkjamarkaði og hefur tekið þáttí vörusýningunni NYNOW tvisvar á ári. Á sýningu NYNOW í ágúst síðastliðnum fékk Scintilla Best New Product verðlaun fyrir ilmandi organic handklæðalínu.

Scintilla hyggur á frekara markaðsstarf í Bandaríkjunum og er að fara í samstarf með KJR HOME sem er markaðsskrifstofa þar sem starfar fólk með áratuga reynslu í markaðssetningu heimilisvara í Bandaríkjunum.
Scintilla hefur nú þegar náð nokkrum árangri í sölu varanna í Bandaríkjunum og hefur selt organic handklæðin í ABC Carpet and Home sem er leiðandi verslun með heimilisvörur í Bandaríkjunum.

Scintilla fékk 10 milljón króna styrk frá RANNÍS til þessa markaðsstarfs.