Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Kennarasambands Íslands og Listaháskóla Íslands. Felur hann í sér stofnun nefndar sem hefur samstarf um um málefni kennaramenntunar og fagleg málefni sem tengjast störfum félagsmanna KÍ í skólum.

Samstarfsnefndin hefur það að markmiði sínu að: 

  1. Efla kennaramenntun og kennarastarf
  2. Að taka þátt í faglegri umræðu um kennaramenntun og kennarastarf á hverjum tíma, ræða m.a. um breytingar á lögum og reglugerðum og skyld mál, fjalla um skipulag og úrbætur og eiga frumkvæði að umræðu um nýjungar.
  3. Að tryggja gagnkvæmt flæði upplýsinga milli KÍ og LHÍ og sinna fræðslu- og kynningarverkefnum er þessu tengjast.

Samstarfsnefndin leggur sérstaka áherslu á að auka veg og virðingu kennaramenntunar og kennarastarfsins. 

Þau Kristín Valsdóttir og Tryggvi M. Baldvinsson, deildarforsetar listkennslu- og tónlistardeildar undirrituðu samkomulagið fyrir hönd Listaháskóla Íslands, en þær Aðalheiður Steingrímsdóttir og Sigrún Grendal fyrir hönd Kennarasambands Íslands.