Samkomulag þetta nær til nemenda á meistarastigi listkennsludeildar Listaháskóla Íslands og nemenda Kennaradeildar Menntavísindasviðs sem lokið hafa B.Ed.-prófi af kjörsviðum list- og verkgreina. Með þessu samkomulagi eykst námsframboð þessara nemenda til muna.

Samkomulag þetta er tímabundið, gildir frá 1. september 2014 og út skólaárið 2015. Mun þá fara fram endurskoðun á ferlinu út frá reynslu og fjölda nemenda sem fer á milli háskólanna.