Flutt verður samstarfsverkefni Sigurðar Guðjónssonar, gestaprófessors í  myndlistardeild á opnunartónleikum sjónrænu tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Visual Music- Punto y Raya Festival sem opnar í Hörpunni fimmtudaginn 30. janúar 2014. 

Á opnunartónleikunum verða frumfluttt tvö verk sem sérstaklega eru samin fyrir hátíðina. Annað verkið er afrakstur samstarfs myndlistarmannsins Sigurðar Guðjónssonar og tónskáldsins Önnu Þorvaldsdóttur. Hitt verkið er unnið af tónskáldinu Huga Guðmundssyni í samstarfi við bandaríska listamanninn Bret Battey.  Ásamt píanóleikaranum Tinnu Þorsteinsdóttur munu þau skapa stórkostlega sjónræna tónleika og gefa tóninn fyrir hátíðina næstu daga á eftir.

Eftir opnunartónleikana verður hægt að sjá verk Sigurðar og Önnu á sýningunni Hljómfall litar og línu sem opnar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi laugardaginn 1. febrúar kl. 20.00 

Sjónræna tónlistarhátíðin Reykjavík Visual Music – Punto y Raya Festival verður haldin í fyrsta sinn hér á landi í Hörpu frá 30. janúar – 2. febrúar. Hátíðin er stærsti viðburður sem haldinn hefur verið hér á landi á sjónrænni tónlist og abstrakt kvikmyndum. Meðal dagskrárliða hátíðarinnar eru sjónrænir tónleikar með heimsþekktum listamönnum á borð við Ryoji Ikeda og Ryoichi Kurokawa.  Hátíðin er samstarfsverkefni RCVM (Reykjavík Center for Visual Music) og Punto y Raya  sem er spænsk hátíð abstrakt kvikmynda. Hátíðin er að hluta til í samstarfi við Myrka músíkdaga. 

Nánari upplýsingar má finna á eftirtöldum stöðum:

Vefsíðua Reykjavík Center for Visual Music www.rcvm.is

Facebook síða hátíðarinnar er:  www.facebook.com/rvmfestival

Vefsíða Punto y Raya hátíðarinnar er: www.puntoyrayafestival.com

Vimeo: http://vimeo.com/puntoyraya/2014teaser