Sýningartillaga Rúnu Thors, iðnhönnuðar, og Hildar Steinþórsdóttur, arkitekts, sem ber heitið Keramik+ varð fyrir valinu sem haustsýning í Hafnarborg 2016.

Í haust auglýsti Hafnarborg í sjötta sinn eftir tillögu að haustsýningu og bárust tillögur úr ýmsum áttum. Listráð Hafnarborgar valdi síðan vinningstillöguna ásamt forstöðumanni safnsins og varð sýningin Keramik+ fyrir valinu. Rúna og Hildur hafa báðar kennt við Listaháskólann en Rúna er einnig verkefnastjóri Hönnunar- og arkitektúrdeildar. Tillaga þeirra snýst um að kanna efniseiginleika keramiks þar sem þær munu fá listamenn og hönnuði til að kanna samspil keramiks við önnur efni og nýjar og gamlar aðferðir. „Við erum búnar að velja saman glæsilegan hóp hönnuða og listamanna sem sumir hafa unnið með keramik áður en aðrir lítið eða ekkert og nálgun þeirra því ólík.“

Við hlökkum til að sjá kermik í nýju ljósi þegar hausta fer.